Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2018 | 23:59

PGA: Leishman sigraði á CIMB!

Það var ástralski kylfingurinn Marc Leishman, sem bar sigur úr býtum á CIMB Classic.

Sigurskor Leishman var 26 undir pari, 262 högg (68 62 67 65).

Næstu menn voru heilum 5 höggum á eftir á samtals 21 undir pari, 267 höggum, en það voru Emilio Grillo frá Argentínu (66 68 67 66); Chesson Hadley (67 68 66 66) og Bronson Burgoon (63 69 67 68).

Justin Thomas var síðan einn af 5 , sem deildu 5. sæti á samtals 20 undir pari, hver.

Sigurtékk Leishman var upp á 1,260.000 bandaríkjadala (u.þ.b. 147,5 milljón íslenskra króna).

Til þess að sjá lokastöðuna á CIMB Classic SMELLIÐ HÉR: