Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2018 | 23:00

PGA: Leishman og Wise deila forystunni AT&T – Hápunktar 3. dags

Þeir Marc Leishman, frá Ástralíu og bandaríski kylfingurinn Aron Wise deila forystunni fyrir lokahring AT&T Byron Nelson Championship, sem fram fer í Trinity Forest golfklúbbnum í Dallas, Texas.

Báðir hafa spila á samtals 17 undir pari, hvor, Leishman (61 66 69) og Wise (65 63 68).

Í þriðja sæti eru þeir Kevin Na og Matt Jones, höggi á eftir, báðir á 16 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á AT&T Byron Nelson SMELLIÐ HÉR: