PGA: Leikmenn PGA Tour svara spurningum um leikhraða – þ.e. nefna þá sem þeim finnst fljótastir og hægastir á túrnum ofl.
PGA Tour leikmenn nefndu nöfn nokkurra félaga sinna og komu þeim á lista – og á sumum listanna var eftirsóknarverðara að lenda en á öðrum.
Meðal þeirra umræðuefna sem Sports Illustrated/GOLF.com’bað leikmenn um að gefa álit sitt á var leikhraði og áttu 50 PGA Tour leikmenn að veita upplýsingar um álit sitt á því hver á túrnum væri sá fljótasti og hver sá hægasti.
Hver skyldi nú hafa orðið fyrir valinum sem fljótasti leikmaðurinn?
Það var tvöfaldi Bay Hill sigurvegarinn Matt Every.
Hann hlaut 18% atkvæða í það sæti. Önnur 18% svöruðu „ÉG“ aðspurðir. Matt Jones var sá sem kom næstur með 14% atkvæða yfir þá sem álitnir voru fljótastir. Síðan voru eftirfarandi á eftir honum Bill Haas (8%), Colt Knost (6%) og Dustin Johnson (4%).
PGA Tour „skjaldbökurnar“ þ.e. þeir leikmenn sem þóttu hægastir voru eftirfarandi: Ben Crane (21% atkvæða); Kevin Na (17%); Jason Day (11%), Jordan Spieth (8%) og Andrew Loupe (4%).
Jason Day sagði m.a. í viðtali í janúar s.l. að hann spilaði bara á þeim hraða sem honum þætti þægilegastur hverju sinni.
„Skoðun mín er sú að mér er sama þó ég hraði ekki leik mínum. Ég verð að gera það sem mér finnst best. Ef það þýðir að ég bakka frá því að taka högg 5 sinnum þá bakka ég fimm sinnum áður en ég slæ höggið,“ sagði Day m.a.
Um 84% aðspurðra sögðu að of hægur leikur væri vandamál á PGA Tour, en aðeins 40% sögðust fylgjandi klukku („shot clock“).
Einn leikmanna sagði að „aðeins nokkrir náungar væru að valda vandræðum“ varðandi leikhraða og annar bætti við að „það (leikhraðinn) væri ekki eins mikið vandamál og fólk léti að.“
Spurt var út í ýmislegt annað m.a. velli í eigu Donald Trump, Ólympíugolf, verstu vellina á túrnum, framtíð Tiger Woods o.m.fl.
Sjá má svör PGA Tour leikmannanna með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
