Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2014 | 12:25

PGA: „Leiðinlegur“ ás MacKenzie – Myndskeið

Will MacKenzie taldi að gott högg hefði endað illa.

Hann notaði 8-járn á par-3 6. holunni í gær á McGladrey Classic og sá að boltinn stefndi á flaggið og heyrði boltann smella í stönginni, en sá ekkert hvar boltinn lenti.

Ef þessir 4 sem voru að horfa á klöppuðu, heyrði MacKenzie ekkert í þeim; Hann bara gekk að poka sínum og rétti kylfusveini sína kylfuna.

„Ég hélt að boltinn hefði endurkastast,“ sagði MacKenzie.

Það var bara eitt hann fann bolta sinn hvergi á flötinni.

„Þetta er mesti antipata ás sem ég hef nokkru sinni fengið,“ sagði MacKenzie.

En það var þessi ás ásamt frábæru 15 metra fuglapútti MacKenzie, sem kom honum í forystu mótsins fyrir lokahringinn, sem spilaður verður í kvöld – en báðir eru eins og segir í úrslitafrétt hér annars staðar á síðunni í 12 undir pari, 198 höggum.

„Þetta var bara leiðinlegasti ás, sem ég hef nokkru sinni fengið,“ sagði MacKenzie.

Sjá má ás MacKenzie á McGladrey mótinu með því að SMELLA HÉR: