Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2023 | 23:59

PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open

Það var bandaríski kylfingurinn Lee Hodges, sem sigraði á móti vikunnar á PGA Tour: 3M Open.

Mótið fór fram á TPC Twin CitiesBlaine vellinum í Minnesota, dagana 27.-30. júlí 2023.

Sigurskor Hodges var 24 undir pari 260 högg ( 63 64 66 67).

Hann átti heil 7 högg á þrjá kylfinga, sem deidu 2. sætinu, þá Martin Laird, JT Poston og Kevin Streelman.

Lee Hodges er fæddur í Huntsville, Alabama 14. júní 1995 og er því 28 ára.  Hann býr í dag í Athens, Alabama ásamt eiginkonu sinni Savannah. Hodges gerðist atvinnumaður í golfi 2018 eftir að útskrifast með gráðu í CS Management frá University of Alabama, þar sem hann spilaði 4 ár í bandaríska háskólagolfinu. Þetta er fyrsti sigur Hodges á PGA Tour, en fyrir á hann í beltinu einn sigur á Korn Ferry Tour 2020 þ.e. á WinCo Foods Portland Open presented by KraftHeinz. Hæst hefir Hodges hingað til náð að vera nr. 108 á heimslistanum. Meðal áhugamála Hodges eru: tónlist, bandarískur ruðningsbolti, að safna spjöldum með íþróttamönnum á (ens.: sports card collecting) og andaveiðar.

Sjá má lokastöðuna á 3M Open með því að SMELLA HÉR: