Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2019 | 23:59

PGA: Lashley efstur á Rocket e. 3. dag

Bandaríski kylfingurinn Nate Lashley er efstur fyrir lokahringinn á Rocket Mortgage Classic mótinu, sem er mót vikunnar á PGA Tour.

Lashley er búinn að spila á samtals 23 undir pari, 193 höggum (63 67 63).

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Nate Lashley með því að SMELLA HÉR:

Í 2. sæti er J.T Poston á samtals 17 undir pari, heilum 6 höggum á eftir Lashley.

Það er ekki fyrr en í næstu sætum sem kunnugleg nöfn birtast en þar sitja Cameron Tringale á samtals 16 undir pari í 3. sæti og Patrick Reed í 4. sæti á samtals 15 undir pari.

Sjá má stöðuna á Rocket Mortgage Classic með því að SMELLA HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Rocket Mortgage Classic SMELLIÐ HÉR: