Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2015 | 08:15

PGA: Langley leiðir á Greenbriar Classic – Hápunktar 1. dags

Það er Bandaríkjamaðurinn Scott Langley, sem leiðir eftir 1. dag Greenbriar Classic.

Langley lék 1. hring á The Old White TPC í White Sulphur Springs í Vestur-Virginíu, þar sem mótið fer fram á glæsilegum 8 undir pari, 62 höggum.

Tveir deila 2. sætinu Danny Lee frá Ástralíu og Bandaríkjamaðurinn Jonathan Byrd; báðir á 7 undir pari, 63 höggum.

Fjórða sætinu deila síðan Englendingurinn Brian Davis og Japaninn Ryo Ishikawa, báðir á 6 undir pari, 64 höggum.

Sex eru síðan jafnir í 6. sæti þ.á.m. Bandaríkjamaðurinn með mörgu vöggin Kevin Na; en allir í þeim hóp léku á 5 undir pari, 65 höggum.

Tiger Woods er síðan einn af 15 sem deila 12. sætinu (T-12) og spilaði sá hópur kylfinga allur á 4 undir pari, 66 höggum.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag Greenbriar Classic með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Greenbriar Classic SMELLIÐ HÉR: