PGA: Kylfusveinn Hadley datt og beyglaði pútter hans – Myndskeið
Chesson Hadley er nýliði á PGA Tour – einn af „nýju strákunum“ sem Golf 1.is á eftir að kynna – en hefir það sem af er keppnistímabils vakið nokkra athygli á sér og er eflaust maður sem við eigum eftir að heyra meira af í framtíðinni. Hann varð í 3. sæti á peningalista Web.com Tour og hlaut þannig keppnisrétt á PGA Tour keppnistímabilið 2013-2014.
Hadley hóf leik í Wells Fargo mótinu þ.e. spilaði fyrstu tvo hringi mótsins en komst ekki í gegnum niðurskurð.
Á 2. hring, þ.e. í gær, varð kylfusveinn Hadley fyrir því óláni að detta með allar kylfur Hadley og beyglaði pútter Hadley í fallinu, þ.e. skaftið beyglaðist.
Hadley náði þó engu að síður fugli á næstu holu með beyglaða pútternum, en hann kaus að pútta rétt fyrir utan flöt fyrir erni og boltinn rétt fór framhjá og hann átti eftir örstutt pútt fyrir fugli.
Hadley var einn af þeim ólánsömu, sem ekki komust í gegnum niðurskurð á Wells Fargo mótinu, spilaði hringinn með beyglaða pútternum á 78 höggum og var deginum þar áður búinn að eiga ólánshring upp á 75 högg! Samtals var hann á 9 yfir pari, sem er hreinlega alltof mikið á móti sterkustu atvinnumannsmótaraðar heims.
Hér má sjá myndskeið af atvikinu þegar kylfusveinn Chesson Hadley datt SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
