Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2015 | 08:30

PGA: Kylfingum bannað að kasta hlutum til áhorfenda á 16. holu Waste Mangement Phoenix Open

Kylfingum og kylfusveinum er bannað að henda hlutum eins og t.d. golfboltum í áhorfendaskarann á 16. holu Waste Management Phoenix Open, skv. reglum sem PGA Tour birti.

Mikill fjöldi áhorfenda er á Waste Management Phoenix Open, einn sá mesti á PGA Tour mótum eða um 500.000 og er bannið sett af öryggisástæðum.

Alex Miceli hjá Golfweek birti neðangreinda mynd á Twitter, sem lýsir banninu:

Bann á Waste Management Phoenix Open

Mörgum finnst ekki undarlegt að nú að Tiger Woods skuli aftur snúa til keppni í Phoenix en hann hefir ekki keppt þar frá árinu 2001 eftir að keppandi henti appelsínu inn á flöt til hans.

Finnst mörgum að bannið ætti að vera gagnkvæmt þ.e. taka ætti fram skýrum orðum að áhorfendum sé bannað að henda hlutum í keppendur – en í raun segir það sig sjálft og verða slíkir áhorfendur fjarlægðir af mótsstað.

Þess mætti geta að PGA Tour birti einnig reglur árið 2013 í þessu tiltekna móti, þar sem kylfusveinum var bannað að vera í kapphlaupi í mótinu  (2013 ban on caddie races).