Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2017 | 23:00

PGA: Kyle Stanley sigraði á Quicken Loans e. bráðabana – Hápunktar 4. dags

Bandaríski kylfingurinn Kyle Stanley vann fyrsta PGA Tour titil sinn í 5 á eftir að hafa betur gegn Charles Howell III á 1. holu bráðabana þeirra á Quicken Loans National.

Báðir léku þeir Stanley og Howell á 7 undir pari, 273 höggum; Stanley (70 70 67 66) og Howell III (71 69 67 66).

Báðir léku lokahringinn á 4 undir pari, 66 höggum á  TPC Potomac at Avenel Farm.

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og var par-4 18. brautin spiluð að nýju og þar sigraði Stanley á pari meðan Howell fékk skolla.

Aðspurður hvaða þýðingu sigurinn hefði fyrir hann sagði Stanley: „Hann (Sigurinn) hefir mikla þýðingu, ég hef fengið svo mikla hjálp frá þjálfurum mínum, fjölskyldu minni og konu minni. Það er erfitt að koma orðum að því í augnablikinu.“

Til þess að sjá lokastöðuna á Quicken Loans mótinu  SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Quicken Loans mótinu SMELLIÐ HÉR: