Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2017 | 00:01

PGA: Kuchar efstur á Phoenix Open – Hápunktar 1. dags

Matt Kuchar hefir tekið forystu í mótinu vikunnar á PGA Tour en það er Waste Management Phoenix Open.

Kuchar lék á 7 undir pari 64 höggum.

Öðru sætinu deila Hideki Matsuyama frá Japan og bandaríski kylfingurinn Brendan Steele, báðir höggi á eftir á 65 höggum, hvor.

Örfáir kylfingar eiga eftir að ljúka hringjum sínum, þegar þetta er ritað en ólíklegt að nokkur þeirra blandi sér í toppbaráttuna.

Sjá má hápunkta 1. dags á Waste Management Phoenix Open með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Waste Management Phoenix Open með því að SMELLA HÉR: