PGA: Krókódílaviðureign John Peterson – Vídeó
Meðal hápunkta á 2. degi Zurich Clacssic sem fram fer á TPC Louisiana var atvik sem átti sér stað þegar James Driscoll sló bolta sínum í flatarglompu sem var í jaðri vatnshindrunar.
Á bakkanum var krókódíll í sólbaði. Driscoll ákvað að bíða og slá ekki þar til krókódíllinn væri farinn, en króksi virtist ekkert hafa minnstu áhyggjur af leikhraða og lá sem fastastur.
Það var þá sem John Peterson, nýliði á PGA og fyrrum liðsmaður í golfliði LSU og ráshópsfélagi Driscoll greip til sinna ráða, tók upp hrífu úr sandglompunni og sló henni í afturenda króksa, sem forðaði sér þá hið snarasta út í vatnshindrunina.
Slíkt er stórhættulegt og ekki til eftirbreytni fyrir kylfinga sem spila erlendis þar sem krókódílar eru á völlum – en kvikindin geta allt eins snúist til varnar og ráðist á viðkomandi og reyna þá að draga viðkomandi út í vatn til að drekkja hann og rífa hann síðan í sig!
Af Driscoll og Peterson er það að segja að hvorugur þeirra komst í gegnum niðurskurð á Zurich Classic, en Driscoll fékk fugl á holuna meðan króksi horfði á!
Sjá má myndskeið af viðureign John Peterson við krókódílinn í upphafi golffréttamyndskeiðs Golf Central SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
