Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2021 | 20:00

PGA: Kokrak sigraði á Houston Open

Það var bandaríski kylfingurinn Jason Kokrak, sem sigraði á Hewlett Packard Enterprise Houston Open, sem fram fór í Houston, Texas, dagana 11.-14. nóvember.

Sigurskor Kokrak var 10 undir pari, 270 högg ( 68 71 66 65).

Kokrak átti 2 högg á landa sína Scottie Scheffler og Kevin Tway, sem deildu 2. sætinu.

Einn í 4. sæti varð síðan enn einn bandaríski kylfingurinn Kramer Hickok, á samtals 7 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Hewlett Packard Enterprise Houston Open með því að SMELLA HÉR: