Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2018 | 23:05

PGA: Koepka sigraði á PGA Championship – Tiger í 2. sæti!!!

Það var Brooks Koepka, sem hélt haus og  stóð uppi sem sigurvegari á 4. og síðasta risamóti ársins 2018, PGA Championship.

Koepka lék á samtals 16 undir pari, 264 höggum (69 63 66 66).

Tiger varð í 2. sæti 2 höggum á eftir á 14 undir pari, 266 höggum (70 66 66 64).

Adam Scott varð þriðji á 13 undir pari, 267 höggum (70 65 65 67).

Stewart Cink og John Rahm deildu síðan með sér 4. sætinu á samtals 11 undir pari, hvor.

Til þess að sjá lokastöðuna á PGA Championship SMELLIÐ HÉR: