Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2018 | 23:59

PGA: Koepka efsturm/2 högga forystu á næsta f. lokahring PGA Championship

Það er Brooks Koepka sem tekið hefir forystuna á PGA Championship, 4. og síðasta risamót ársins, fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun 12. ágúst 2018.

Koepka hefir samtals spilað á 12 undir pari, 198 höggum (69 63 66).

Koepka á 2 högg á þann sem er í 2. sæti þ.e. Adam Scott, sem spilað hefir á samtals 10 undir pari, 200 höggum (70 65 65).

Í 3. sæti eru síðan Rickie Fowler, Jon Rahm og Gary Woodland, allir á samtals 9 undir pari, hver.

Tiger er í 1. sinn í lengri tíma í sigurbaráttu á risamóti, en hann deilir 6. sæti ásamt 5 öðrum á skori upp á samtals 8 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á PGA Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sja hápunkta 3. dags á PGA Championship SMELLIÐ HÉR: