Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2022 | 16:30

PGA: Knox í forystu e. 1. dag Valero Texas Open

Það er Skotinn Russell Knox, sem leiðir eftir 1. dag Valero Texas Open.

Hann lék 1. hring í San Antonio á 7 undir pari, 65 höggum.

Knox er ekki meðal þekktustu kylfinga. Hann er fæddur 21. júní 1985 og því 36 ára. Eiginkona hans er Andrea Hernandez, en þau giftust 2014 og búa á Jacksonville Beach í Flórída.  Knox á fyrir 7 sigra í beltinu sem atvinnumaður, þar af 2 á PGA Tour.  Spurning hvort hann haldi þetta út?  Mikið er eftir af mótinu og margir „heimamenn“ skæðir, þ.á.m. Jordan Spieth, en nr. 1 á heimslistanum Scottie Scheffler, sem einnig er frá Texas, er ekki meðal keppenda.

Í 2. sæti er Daninn Rasmus Höjgaard, á 6 undir pari, 66 höggum.

Sjá má stöðuna á Valero Open með því að SMELLA HÉR: