Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2015 | 08:00

PGA: Kisner sigurvegari á RSM Classic

Það var bandaríski kylfingurinn Kevin Kisner, sem sigraði á RSM Classic mótinu sem fram fór á Sea Island Resort í Georgíu- ríki í Bandaríkjunum.

Kisner lék á samtals 22 undir pari og átti heil 6 högg á þann sem varð í 2. sæti, landa sinn og nafna Kevin Chappell, sem lék á samtals 16 undir pari.  Í 3. sæti varð síðan GMac á samtals 15 undir pari.

Þetta var fyrsti sigur Kisner á PGA Tour, en hann hefir 4 sinnum landað 2. sætinu á PGA mótaröðinnni.

Til þess að sjá lokastöðuna á RSM Classic SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á RSM Classic SMELLIÐ HÉR: