Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2022 | 23:59

PGA: KH Lee sigraði á AT&T Byron Nelson mótinu

Það var KH Lee frá S-Kóreu, sem stóð uppi sem sigurvegari á AT&T Byron Nelson mótinu, sem var mót vikunnar á PGA Tour. Tókst honum þar með að verja titil sinn.

Sigurskor KH Lee var 26 undir pari, 262 högg (64 68 67 63).

Í 2. sæti, 1 höggi á eftir, varð „heimamaðurinn“ Jordan Spieth.

Þeir Sebastian Muñoz og Hideki Matsuyama deildu síðan 3. sæti; báðir á samtals 24 undir pari, hvor.

Mótið fór fram dagana 12.-15. maí 2022 á TPC Craig Ranch, McKinney, Texas.

Sjá má lokastöðuna á AT&T Byron Nelson mótinu með því að SMELLA HÉR: