Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2011 | 23:00

PGA: Kevin Na sigraði á Justin Timberlake mótinu

Það var Kevin Na sem reyndist sterkari á lokasprettinum en Nick Watney, sem varð í 2. sæti.  Na lauk keppni á – 23 undir pari, samtals 261 höggi  (67 63 66 65). Aðeins 2 höggum munaði á Na og Nick. Nick Watney spilaði á – 21 undir pari, 263 höggum (65 67 64 67).

Þriðja sætinu deildu Bandaríkjamennirnir Tommy Gainey og Paul Goydon, báðir á samtals 266 höggum.

Fimmta sætinu deildu síðan 5 kylfingar:  Bandaríkjamennirnir Tim Herron og Spencer Levin, Jhonattan Vegas frá Venezuela, sem nokkrum sinnum var búinn að leiða mótið, Carl Petterson frá Svíþjóð og Kanadamaðurinn David Hearn, allir á 267 höggum, 6 höggum á eftir Na.

Sigurvegari Justin Timberlake Shriner Hospital for Children Open, Kevin Sangwook Na, er af kóreönsku bergi brotinn, fæddur 15. september 1983 og því nýorðinn 28 ára.  Þetta er fyrsti sigur hans á PGA mótaröðinni og 5. sigur hans sem atvinnumanns á 10 ára ferli hans, en Na gerðist atvinnumaður 2001.

Eiginlega hefir Na verið þekktur að endemum hingað til því hann á mjög neyðarlegt met, þ.e. hann er sá sem slegið hefir flest högg á holu í allri sögu PGA, þ.e. frá þeim tíma sem farið var að skrá niður fjölda högga á holu.  Metið, 16 högg,  setti Na á par-4 holu þann 14. april í ár á Valero Texas Open.

En í kvöld er Na sigurvegari!

Hér má sjá úrslitin á Justin Timberlake mótinu, smellið HÉR: