Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2016 | 04:00

PGA: Kevin Na og Rafa Cabrera Bello efstir á Wyndham mótinu – Hápunktar 1. dags

Það eru Bandaríkjamaðurinn Kevin Na, (með mörgu vöggin) og spænski kylfingurinn Rafa Cabrera Bello, sem eru efstir og jafnir eftir 1. keppnisdag Wyndham Championship.

Að venju er spilað á Sedgefield í Norður-Karólínu.

Na og Bello léku fyrsta hring báðir á 7 undir pari, 63 höggum; Na fékk 7 fugla og 11 pör meðan Cabrera-Bello var með örn, 5 fugla og 12 pör.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Wyndham Championship með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta eftir 1. dag Wyndham Championship með því að SMELLA HÉR: