Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2015 | 09:30

PGA: Kaymer spilar ekki á PGA á næsta ári

Þýski kylfingurinn Martin Kaymer mun ekki spila á PGA Tour á næsta ári.

Ástæðan er sú að til þess að endurnýja og viðhalda korti sínu þurfa útlendir leikmenn að spila í minnst 15 mótum.

Kaymer hefir aðeins spilað í 13.

Hann reiknaði með að fá að taka þátt í FedEx Cup en eftir slælegt gengi á keppnistímabilinu gekk sá útreikningur ekki eftir hjá honum og hann fær ekki að taka þátt í FedEx Cup umspilinu og situr eftir með sárt ennið og engan keppnisrétt á PGA Tour 2015.

Hann mun því spila á Evrópumótaröðinni næsta keppnistímabil og verður að treysta á boð styrktaraðila PGA á hin ýmsu mót.