Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2013 | 10:45

PGA: Karlson og Stadler efstir eftir 2. dag OHL mótsins

Robert Karlson og Kevin Stadler eru efstir og jafnir á OHL Classic at Mayakoba.

Báðir eru búnir að spila á samtals 12 undir pari, 130 höggum; Karlson (63 67) og Stadler (67 63).

Flestallir aðrir eiga eftir að ljúka keppni á 2. hring en fresta varð mótinu vegna veðurs (úrhellisrigningar) í gær.

Til þess að sjá stöðuna á óloknum 2. hring OHL Classic at Mayakoba SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á OHL Classic at Mayakoba SMELLIÐ HÉR: