Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2012 | 03:00

PGA: Kanadamaðurinn Graham DaLaet átti frábæran hring á Sony Open – 63 högg!

Kanadamaðurinn Graham DeLaet spilar á Sony Open og PGA Tour á læknisundanþágu. Hann þarfnast  $668,166 í verðlaunafé í 26 PGA Tour mótum, sem hann hefir þátttökurétt í, til þess að halda kortinu sínu.

Graham DaLaet

Verðaunafé fyrir 1. sætið á  Sony Open í Hawaii í þessari viku er $990,000. DeLaet spilaði í nótt fyrsta hringinn á Sony Open á 63, höggum, þ.e. -7 undir pari og í augnablikinu leiðir hann á mótinu þó margir eigia eftir að koma inn.

Haldi hann áfram á sömu nótum næstu 3 hringi er hann búinn að tryggja kortið sitt.

„Það myndi vera frábær byrjun á árinu,“ sagði DeLaet.

Hann er með  $10,472 forskot því hann fær að draga þá fjárhæð, sem er verðlaunafé frá St. Jude FedEx Classic 2011, frá þeim  $668,166, sem hann þarf að vinna sér inn til að halda kortinu. Það þýðir að hann þarf einungis að vinna sér inn $657,694.

Auðvitað myndi sigur færa honum 2 ára undanþágu til að spila á PGA Tour fyrir utan að leysa ýmsa fjárhagslega þætti fyrir hann. En hér erum við að fara fram úr okkur.

Nú er DaLaet bara glaður að geta keppt eftir að hafa misst af mestöllu keppnistímabilinu 2011 vegna harnaðs disks í baki, sem þarfnaðist uppskurðar fyrir ári síðan. Hann náði aðeins að taka þátt í 2 mótum um mitt árið 2011, áður en hann gerði sér grein fyrir að bakið þarfnaðist hvíldar.

„Það er spennandi að vera aftur á golfvellinum,“ sagði DaLaet, sem vann sér inn nærri $1 milljón á PGA Tour árið 2010. „Þetta er frábær byrjun á árinu.“

„Vitið þið að bara það að vera á Hawaii er frábær leið að byrja árið. Að koma hingað og eiga góðan hring var frábært.“

DeLaet sagði hins vegar að hann hefði ekki verið að slá vel af teig og hefði verið heppinn nokkrum sinnum. Hann vippaði fyrir erni á par-5 9. brautinni, sem datt – Frábær örn! … og síðan setti hann niður tvö fuglapútt, sem voru lengri en 11 metra. En svo var járnaleikurinn hans sterkur og … hann hitti 16 af 18 flötum „in reglulation.“  […]

Sjá má stöðuna á PGA Tour með því að smella HÉR: 

Heimild: PGA Tour