PGA: Justin Thomas vann $ 10 milljóna FedEx bónuspottinn
Justin Thomas lauk besta keppnistímabili sínu á TOUR Championship, með 2. sætinu í lokamóti mótaraðarinnar.
Hann var 1 höggi á eftir nýliðanum Xander Schauffele sem sigraði í mótinu, á sigurskori sínu 12 undir pari.
Samtals spilaði Thomas á 11 undir pari, 268 höggum (69 66 65 68).
Þriðja sætinu á TOUR Championship deildu Russell Henley og Kevin Kisner, báðir á samtals 10 undir pari hvor og einn í 5. sæti varð Paul Casey á samtals 9 undir pari. Sjá má lokastöðuna á TOUR Championship með því að SMELLA HÉR:
Thomas hefir samt aldrei haft meira tilefni til að fagna 2. sætinu – Hann lauk keppnistímabilinu með 5 sigrum þ.á.m. sigri í fyrsta risamóti sínu, PGA Championship og síðan vann hann FedEx bikarinn og $ 10 milljóna bónuspottinn, sem fylgir honum.
Þetta var í fyrsta skipti í 8 ár, sem 2 kylfingar fagna sigri sigri á East Lake. Tiger vann FedEx bikarinn og Phil Mickelson TOUR Championship árið 2009.
Justin Thomas var sá fyrsti sem óskaði Xander Schauffele til hamingju með sigurinn.
„Þetta var skelfilegur dagur, það er nokkuð öruggt,“ sagði Justin Thomas eftir að hafa landað 2. sætinu á TOUR Championship.
Aðspurður hvað hann vissi um Xander Schauffele fyrr í vikunni þá var svar Justin Thomas: „Ég veit ekki mikið um hann, nema að hann er mjög góður því annars myndi hann ekki vera hér.“
En Justin Thomas vann meira en FedEx Cup. Hann varð leikmaður ársins og hann vann Arnold Palmer Award fyrir að vera efstur á peningalistanum eftir að hann halaði inn 10 milljóna bónuspottinn.
Eiginlega vann Justin Thomas eftir að Jordan Spieth, sem var nr. 1 á FedExCup listanum lauk keppni á 67 höggum og varð T-7 í mótinu. Spieth gat þó huggað sig við $3 milljóna bónuspottinn sem hann fékk fyrir að vera í 2. sæti á FedExCup listanum.
Hann (Jordan Spieth) hefir fátt sem hann getur verið óánægður með en hann vann 3 sigra á keppnistímabilinu, m.a. Opna breska, sem er 3. risamótið, sem varð til þess að hann á núna bara eftir að sigra í 1 risamóti til þess að ná ferils Grand slemmu.
„JT (skammstöfun á Justin Thomas) á það vel skilið að vinna FedExCup,“ sagði Spieth.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
