Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2016 | 07:45

PGA: Justin Thomas sigraði á CIMB Classic

Það var bandaríski kylfingurinn Justin Thomas sem tókst að verja titil sinn á CIMB Classic í nótt.

Hann lék á samtals 23 undir pari, 265 höggum (64 66 71 64).

Í 2. sæti varð Japaninn Hideki Matsuyama, 3 höggum á eftir á samtals 20 undir pari, þannig að sigur Thomas var sannfærandi.

Sjá má högg dagsins (sem Thomas átti) á lokahring CIMB Classic með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á CIMB Classic með því að SMELLA HÉR: