Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2019 | 23:59

PGA: Justin Thomas sigraði á BMW Championship

Það var Justin Thomas, sem stóð uppi sem sigurvegari á BMW Championship.

Sigurskorið hjá Thomas var 25 undir pari, 263 högg (65 69 61 68).

Í 2. sæti varð Patrick Cantlay, 3 höggum á eftir Thomas á 22 undir pari samtals, 266 höggum (66 67 68 65).

Hideki Matsuyama náði þrátt fyrir glæsilokahring upp á 63 högg ekki að stela sigrinum af Thomas heldur landaði 3. sætinu á samtals 20 undir pari, 268 höggum (69 63 73 63).

Mótið fór fram í Medinah CC, í Medinah, Illinois í Bandaríkjunum.

Sjá má lokastöðuna á BMW Championship með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta lokahrings BMW Championship með því að SMELLA HÉR: