Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2017 | 07:00

PGA: Justin Thomas m/ 7 högga forystu e. 54 holur á Sony Open

Justin Thomas er enn í forystu á Sony Open á Hawaii og nú er forskot hans á næsta mann orðið 7 högg og hringurinn í kvöld eiginlega bara formsatriði.

Justin Thomas er samtals búinn að spila á 22 undir pari, 188 höggum (59 64 65).

Í 2. sæti er Zach Johnson á samtals 15 undir pari og 3 deila 3. sætinu fyrir lokahringinn en það eru Justin Rose, Hudson Swafford og Gary Woodland, sem allir eru búnir að spila á 14 undir pari, hver.

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Sony Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Sony Open eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: