Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2017 | 19:00

PGA: Justin Thomas gerir grín að rifnum buxum Jason Dufner

Flest okkar hafa spilað golf við aðstæður þegar veðrið er heitt og ekki er komist hjá svitablettum í golffatnaði þar sem síst er gert ráð fyrir.

Jason Dufner lenti í neyðarlegri stöðu í gær, föstudaginn 22. september á Tour Championship, í Atlanta, þegar hann beygði sig eftir bolta sínum.

Þá sást greinilega á bakhluta hans að buxur hans höfðu rifnað og auk þess var þar stór svitablettur.

Justin Thomas, sem verið hefur með efstu mönnum í mótinu og vinur Dufner, reyndi að gera grín að öllu eftir hringinn.

Hann birti meðfylgjandi mynd af bakhluta Dufner á Twitter og skrifaði: „Looking good Dufner,“ (Lausleg þýðing: „Lítur vel út Dufner!“

Flestir veðja á að Thomas sé meðal þeirra líklegustu til þess að sigra í mótinu, meðan Dufner rétt komst inn í mótið.