PGA: Justin Thomas efstur e. 1. dag Sony Open – Á 59 glæsihöggum!!! – Hápunktar 1. dags
Justin Thomas er sá yngsti í sögu PGA Tour til þess að vera á 59 höggum í móti mótaraðarinnar, en hann náði þessari eftirsóttu töfratölu áskorkortið sitt á 1. hring Sony Open í Hawaii.
Hann er nýbúinn að sigra í 3. sinn á PGA Tour, en það tókst honum aðeins í síðustu viku á SBS Tournament of Champions.
Justin Thomas er sá 7. í golfsögunni til þess að vera undir 60 í móti PGA Tour og einnig sá yngsti eins og segir, aðeins 23 ára.
Hann er nú kominn í félagsskap Al Geiberger, Chip Beck, David Duval, Paul Goydos, Stuart Appleby og Jim Furyk.
Duval hafði þar til í gær verið sá yngsti sem hafði tekist að ná 59 í móti PGA Tour en hann var 27 ára þegar hann náði draumahringi allra kylfinga á CareerBuilder Challenge árið 1999.
Thomas fékk 8 fugla og 2 erni á hring sínum.
„Þetta skiptir miklu máli. Í hvert sinn sem maður skrifar söguna í hvaða íþróttagrein sem er, eða sama hvað maður er að gera þá er það gott,“ sagði Thomas eftir að hafa sett niður örn á 9. holu golfvallar Waialae Country Club, sem var síðasta hola hans þann daginn.„
„Ég var ekkert að ofhugsa þetta. Ég var meira einbeittur að því að reyna að ná púttinu. Augljóslega vissi ég hvað það þýddi ef ég myndi setja það niður og þetta er í fyrsta sinn sem ég hef átt pútt fyrir 59.“
Varðandi framhaldið sagði Thomas:
„Ég verð bara að ná góðum svefni og fara þarna út og hitta fleiri brautir og flatir. Þetta er völlur þar sem engin forysta og forskot er öruggt. Fólk verður – alveg eins og í morgun – að slá vel á morgun. Þannig að ég verð að búa mig undir þetta andlega og leik minn og reyna að halda áfram að vera skarpur og ná öðrum góðum hring á morgun (þ.e. í dag).“
Skor Justin Thomas var 11 undir pari, 59 högg og hann fékk sem segir 2 erni, 8 fugla og 1 skolla. Sjá má hápunkta í leik hans á 1. hring Sony Open með því að SMELLA HÉR:
Þrátt fyrir sögulegt skor er Justin Thomas aðeins með 3 högga forystu á næsta mann; Hudson Swafford, sem lék á 8 undir pari, 62 höggum. Þetta hlýtur að vera svakalega spælandi – að vera á 62 og vera ekki efstur í móti!
Í 3. sæti er síðan Rory Sabbatini á samtals 7 undir pari, 63 höggum.
Sjá má hápunkta 1. dags á Sony Open með því að SMELLA HÉR:
Sjá má stöðuna eftir 1. dag Sony Open með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
