Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2015 | 23:30

PGA: Justin Rose sigraði á Zurich Classic

Það var Justin Rose sem stóð uppi sem sigurvegari á Zurich Classic of New Orleans í Avondale í Louisiana nú fyrr í kvöld.

Rose lék á samtals 22 undir pari (69 66 65 66).  Á glæsilegum lokahringnum fékk Rose 6 fugla, þ.á.m. þegar hann þarfnaðist þeirra mest á tveimur lokaholunum þeirri 17. og 18. á TPC Louisiana.

Í 2. sæti varð Cameron Tringale aðeins 1 höggi á eftir Rose á 21 undir pari og í 3. sæti varð Boo Weekley á 20 undir pari.

Jim Herman og Jason Day deildu 4. sætinu á samtals 19 undir pari, hvor.

Til þess að sjá lokastöðuna á Zurich Classic SMELLIÐ HÉR: