Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2012 | 22:45

PGA: Justin Rose sigraði á WGC Cadillac Championship

Það var Englendingurinn Justin Rose, sem stóð uppi sem sigurvegari á WGC Cadillac Championship nú rétt í þessu. Justin spilaði á samtals -16 undir pari, samtals 272 höggum (69 64 69 70).

Í 2. sæti varð Bubba Watson, 1 höggi á eftir, á samtals -15 undir pari, 273 höggum (70 62 67 74). Hringur Bubba var afleitur í dag, en hann leiddi fyrir lokahringinn með 3 höggum.  Á hinni hötuðu par-4, 18. braut gat Bubba jafnað við Rosey, en það tókst ekki, hann fékk par og því 5 skolla og 3 fugla, sem þýddi 74 högg.

Í 3. sæti var nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy á -14 undir pari, samtals 274 höggum (73 69 65 67).

Charl Schwartzel og Peter Hanson deildu 4. sæti á -13 undir pari og 6. sæti deildu Luke Donald og Ástralinn John Senden á samatals -12 undir pari hvor.

Til þess að sjá úrslitin á WGC Cadillac Championship smellið HÉR: