Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2018 | 00:01

PGA: JT sigraði á Honda Classic – Hápunktar

Það var Justin Thomas (JT) sem sigraði á Honda Classic, móti s.l. viku á PGA Tour, eftir bráðabana við Luke List, sem búinn var að vera í forystu mestallt mótið.

Bæði JT og List höfðu leikið á samtals 8 undir pari, 272 höggum; JT (67 72 65 68) og List (71 66 66 69).

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra beggja og því var par-5 18. brautin á PGA National í Palm Beach Gardens spiluð að nýju.

JT vann á fugli meðan List tapaði á pari.

Einn i 3. sæti aðeins 1 höggi á eftir forystumönnunum á 7 undir pari, 273 höggum (66 75 65 67) varð Alex Noren frá Svíþjóð.

Tiger Woods lauk keppni einn í 12. sæti á sléttu pari, 280 höggum (70 71 69 70), sem er vel af sér vikið og kannski aðeins tímaspursmál hvenær hann fer að blanda sér í sigurbaráttuna að nýju.

Til þess að sjá lokastöðuna á Honda Classic í heild SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags (lokahringsins) á Honda Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta í leik sigurvegarans, Justin Thomas, SMELLIÐ HÉR: