Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2015 | 09:30

PGA: Jordan Spieth vann á Valspar e. bráðabana við O´Hair og Reed

Bandarísku kylfingarnir Jordan Spieth, Sean O´Hair og Patrick Reed bitust um sigurinn á Valspar Championship.

Allir voru þeir efstir og jafnir eftir hefðbundinn 72 holu leik; búnir að spila á samtals 10 undir pari, hver: Spieth (70 67 68 69); Reed (72 68 68 66) og O´Hair (66 72 69 67).

Allt var í stáli hjá köppunum 3 á 1. og 2. holu bráðabanans þ.e. á par-4 16. og 18. holunum.  En þegar spiluð var par-3 17. holan sem 3. hola bráðabanans fékk Spieth glæsifugl eftir að hafa sett niður gríðarlangt fuglapútt.  Hinir tveir áttu ekki sjéns í Spieth sem sigraði á 3. holu bráðabanans.

Hér má sjá sigurpútt Jordan Spieth, sem kom á 3. holu bráðabanans, en spiluð var 17. hola Copperhead golfvallarins – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Hér má sjá hápunktana frá Valspar mótinu SMELLIÐ HÉR

Til  þess að sjá lokastöðuna á Valspar Championship SMELLIÐ HÉR: