Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2015 | 10:00

PGA: Jordan Spieth sigraði á Tour Championship

Það var Jordan Spieth, sem stóð uppi sem sigurvegari á Tour Championship.

Spieth lék á samtals 9 undir pari, 271 höggi (68 66  68 69) og átti heil 4 högg á næstu keppendur, þá Danny Lee, Justin Rose og Henrik Stenson.

Paul Casey, Bubba Watson og Dustin Johnson deildu síðan 5. sætinu allir á samtals 4 undir pari, hver.

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Tour Championship SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá lokastöðuna á Tour Championship SMELLIÐ HÉR: