Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2014 | 22:00

PGA: Blixt efstur e. 1. dag Greenbriar Classic

Mót vikunnar á PGA Tour er Greenbriar Classic.

Það fer fram á The Old White TPC golfvellinum í White Sulphur Springs í Vestur-Virginíu.

Efstur eftir 1. dag er sænski kylfingurinn Jonas Blixt á glæsilegum 6 undir pari, 64 höggum, eftir hring þar sem hann fékk 8 fugla og 2 skolla.

7 kylfingar fylgja fast á hæla Blixt eru aðeins 1 höggi á eftir þ.á.m. bandaríski kylfingurinn James Hahn.

Steve Stricker er síðan í 9 kylfinga hópi sem er T-9 þ.e. 2 höggum á eftir Blixt.  Stefnir í spennandi keppni þar sem aðeins er 2 högga munur á þeim sem er í 1. og 17. sæti!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Greenbriar Classic SMELLIÐ HÉR: