Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2017 | 04:45

PGA: Jon Rahm sigraði á Farmers – Hápunktar 4. dags

Það var spænski kylfingurinn Jon Rahm, sem sigraði á Farmers Insurance Open.

Rahm spilaði á samtals 13 undir pari, 275 höggum (72 69 69 65).

Hann innsiglaði fyrsta sigur sinn á PGA Tour með glæsierni á par-5 18. brautinni á Torrey Pines í San Diego.

Öðru sætinu deildu CT Pan frá Tapei og Charles Howell III, báðir aðeins 1 höggi á eftir Rahm.

Fjórða sætinu deildu síðan 5 kylfingar þ.á.m. Justin Rose, sem búinn var að vera í forystu mestallt mótið og Keegan Bradley.

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá lokastöðuna á Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR: