PGA: Jon Rahm sigraði á CareerBuilder Challenge – Hápunktar 4. dags
Spænski kylfingurinn Jon Rahm sigraði á CareerBuilder Challenge, móti vikunnar á PGA Tour, eftir bráðabana við Andrew Landry.
Eftir hefðbundnar 72 holur voru þeir Rahm og Landry efstir og jafnir; báðir búnir að spila á 22 undir pari.
Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og þar hafði Rahm betur á 4. holu bráðabanans.
Þetta er 2. sigur Rahm á PGA Tour og 4. sigur hans á heimsvísu.
Rahm tók forystu þegar á fimmtudaginn þ.e. 1. mótsdegi með frábærum hring upp á 62 sem hann fylgdi síðan eftir með hringjum upp á 67 og 70. Lokahringinn spilaði Rahm á 67.
Með þessum sigri fer Rahm í 2. sæti heimslistans og veltir þar með Jordan Spieth úr því sæti.
Landry (63 65 70 68) hefir sigrað tvívegis á Web.com Tour en aldrei á PGA Tour og þetta hefði verið fyrsti sigur hans á PGA auk þess sem hann hefði tryggt kortið sitt út 2019-2020 keppnistímabilið og hlotið boð um að spila á Masters, Players, og PGA Championship. En 2. sætið er besti árangur hans á PGA Tour til þessa.
Þriðja sætinu deildu John Huh og Adam Hadwin og Martin Piller á 20 undir pari og jafnir í 6. sæti voru Kevin Chappell og Scott Piercy á samtals 19 undir pari, hvor.
Barnabarn Arnold Palmer, Sam Saunders átti besta skor lokahringsins 8 undir pari, 64 högg og lauk keppni á samtals 18 undir pari og T-8, sem er besti árangur hans á PGA Tour.
Austin Cook sem var í forystu fyrir lokahringinn fataðist flugið, lék lokahringinn á 3 yfir pari, 75 höggum og rann niður skortöfluna í 14. sætið.
Til þess að sjá lokastöðuna á CareerBuilder Challenge SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á CareerBuilder Challenge SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
