PGA: Jonathan Byrd leiðir eftir 1. dag á Hyundai TOC á Hawaii – Myndskeið: samantekt 1. dags og högg dagsins hjá Keegan Bradley
Fyrsta mót keppnistímabilsins 2012 á PGA Tour, Hyundai Tournament of Champions (ens. skammst: TOC) hófst í gær í Kapalua, Hawaii. Á mótinu keppa aðeins 28 sigurvegarar á PGA túrnum frá því í fyrra, reyndar aðeins 27 eftir að Lucas Glover slasaðist, þ.e. tognaði á hné eftir fall af brettaborði, en hann dró sig úr mótinu.
Eftir 1. dag er það Bandaríkjamaðurinn, Jonathan Byrd, sem vermir 1. sætið, en hann á titil að verja frá því í fyrra. Hann spilaði á -6 undir pari, 67 höggum, en Plantation golfvöllurinn, sem spilað er á, í Kapalua er par-73. Jonathan fékk 8 fugla á hringnum og 2 skolla á 9. og 11. brautunum, en sú fyrri er par-5 og seinni par-3.
Í 2. sæti eru 4 kappar, sem allir komu inn á 68 höggum í nótt, en það eru þeir: Steve Stricker, (sem er að ná sér eftir stirðleikameiðsl í háls og þ.a.l. kraft- og þróttleysi í handleggi s.s. Golf1 greindi frá í gær og ætlar í 4 vikna frí eftir mótin á Hawaii), Webb Simpson og Michael Bradley allir frá Bandaríkjunum og Martin Laird frá Skotlandi.
Í 6. sæti á 69 höggum er síðan Keegan Bradley, nýliði ársins og PGA risamótstitilhafi 2011. Þessir 6 ofangreindu voru þeir einu sem spiluðu undir 70 í gær.
Til þess að sjá stöðuna á Hyundai TOC í heild eftir 1. dag, smellið HÉR:
Til þess að sjá högg gærdagsins, sem Keegan Bradley átti, smellið HÉR:
Til þess að sjá samantekt af hápunktum 1. dags á Kapalua, smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024