
PGA: Jonathan Byrd leiðir eftir 1. dag á Hyundai TOC á Hawaii – Myndskeið: samantekt 1. dags og högg dagsins hjá Keegan Bradley
Fyrsta mót keppnistímabilsins 2012 á PGA Tour, Hyundai Tournament of Champions (ens. skammst: TOC) hófst í gær í Kapalua, Hawaii. Á mótinu keppa aðeins 28 sigurvegarar á PGA túrnum frá því í fyrra, reyndar aðeins 27 eftir að Lucas Glover slasaðist, þ.e. tognaði á hné eftir fall af brettaborði, en hann dró sig úr mótinu.
Eftir 1. dag er það Bandaríkjamaðurinn, Jonathan Byrd, sem vermir 1. sætið, en hann á titil að verja frá því í fyrra. Hann spilaði á -6 undir pari, 67 höggum, en Plantation golfvöllurinn, sem spilað er á, í Kapalua er par-73. Jonathan fékk 8 fugla á hringnum og 2 skolla á 9. og 11. brautunum, en sú fyrri er par-5 og seinni par-3.
Í 2. sæti eru 4 kappar, sem allir komu inn á 68 höggum í nótt, en það eru þeir: Steve Stricker, (sem er að ná sér eftir stirðleikameiðsl í háls og þ.a.l. kraft- og þróttleysi í handleggi s.s. Golf1 greindi frá í gær og ætlar í 4 vikna frí eftir mótin á Hawaii), Webb Simpson og Michael Bradley allir frá Bandaríkjunum og Martin Laird frá Skotlandi.
Í 6. sæti á 69 höggum er síðan Keegan Bradley, nýliði ársins og PGA risamótstitilhafi 2011. Þessir 6 ofangreindu voru þeir einu sem spiluðu undir 70 í gær.
Til þess að sjá stöðuna á Hyundai TOC í heild eftir 1. dag, smellið HÉR:
Til þess að sjá högg gærdagsins, sem Keegan Bradley átti, smellið HÉR:
Til þess að sjá samantekt af hápunktum 1. dags á Kapalua, smellið HÉR:
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023