PGA: John Daly fær bíl fyrir ás!
Varla er Sony Open búið þá er John Daly aftur í fréttum ….. en ekki fyrir neinn skandal!
Daly tók þátt í Pro-Am móti fyrir Humana Challenge, sem er mót vikunnar á PGA Tour og viti menn Daly átti draumahögg, fór holu í höggi!
Fyrsta höggið, sem Daly sló með nýja Callaway 9-járninu sínu, fór beint ofan í holu, en aðstoðarmaður frá Callaway hafði nýlokið við að afhenda Daly kylfuna.
Ás Daly kom á 154 yarda (141 metra) 7. holu á PGA West Nicklaus golfvellinum.
„Ég fylgdist ekki einu sinni með hvert höggið fór,“ sagði Daly. „Ég beygði mig bara niður (eftir að ég sló) til þess að ná í tíið mitt og sagði stráknum frá Callaway sem kom með kylfuna að tilfinningin væri bara býsna góð með kylfuna. Hann svaraði: „Góð vegna þess að boltinn fór rétt í þessu í holuna!“
Það er alltaf sætt að fara holu í höggi – sumir ná því aldrei allan feril sinn -en það besta var að það voru verðlaun fyrir að fá ás á holuna – Daly fékk glænýjan Hyundai Equus, glæsibíl 2014 árgerð, sem kostar meira en $60,000 (meira en 6,2 milljónir íslenskra króna).
Spennandi að vita hvað gerist næst hjá Daly!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

