Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2015 | 08:00

PGA: Jimmy Walker sigraði á Valero Texas Open – Hápunktar 4. dags

Bandaríski kylfingurinn Jimmy Walker sigraði á Valero Texas Open í gær.

Hann lék JW Marriott TPC San Antonio á samtals 11 undir pari, 277 höggum (71 67 69 70).

Í 2. sæti 4 höggum á eftir Walker varð heimamaðurinn ungi Jordan Spieth á samtals 7 undir pari, 281 höggi (71 69 71 70).

Í 3. sæti varð svo Billy Horschel á samtals 4 undir pari.   Allt Bandaríkjamenn í efstu 3 sætunum!

Til þess að sjá lokastöðuna á Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins þ.e. 4. dags á Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR: