Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2015 | 04:00

PGA: Jimmy Walker sigraði á Sony Open – Hápunktar 4. dags

Það var bandaríski kylfingurinn Jimmy Walker, sem sigraði á Sony Open og varði þar með titil sinn frá árinu áður.

Svolítil sárabót eftir að hafa orðið í 2. sæti á Hyundai Tournment og Champions vikuna þar áður.

Samtals verðlaunafé þessar 2 vikur: 1,67 milljónir dollara – ekki slæmt 2 vikna kaup það á draumaeyjum Hawaii!!!

Samtals var Walker á 23 undir pari, 257 höggum (66 66 62 63).

Í 2. sæti heilum 9 höggum á eftir Walker varð Scott Piercy, á samtals 14 undir pari, 266 höggum (67 67 66 66) og 3. sætinu deildu Matt Kuchar, Gary Woodland og Harris English.

Til þess að sjá lokastöðuna á Sony Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Sony Open SMELLIÐ HÉR: