Hvor skyldi hafa betur?
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2015 | 01:40

PGA: Jimmy Walker og Patrick Reed í bráðabana í Hawaii

Þeir Jimmy Walker og Patrick Reed leika nú bráðabana um hvor þeirra standi uppi sem sigurvegari á 1. móti ársins á PGA Tour, Hyundai Tournament of Champions, sem fram fer á Plantation golfvellinum í Kapalua á Hawaii.

Báðir eru efstir og jafnir efitr hefðbundinn 72 holu leik og verður því annaðhvor þeirra, sem vinnur mótið.

Báðir léku á samtals 21 undir pari, 271 höggi; Reed (67 69 68 67) og Walker (67 68 67 69).

Það er hin fræga par-5 18. hola sem leikin verður þar til úrslit liggja fyrir.

Fylgjast má með bráðabananum með því að SMELLA HÉR: