Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2015 | 07:00

PGA: Jim Herman efstur e. 1. dag Honda Classic

Það er bandaríski kylfingurinn Jim Herman sem tekið hefir forystuna á Honda Classic mótinu sem fram fer á Champions vellinum á PGA National í Palm Beach Gardens í Flórída, en mótið hófst í gær.

Herman lék 1. hring á 5 undir pari, 65 höggum.

Sjá má kynningu Golf 1 á Jim Herman með því að SMELLA HÉR: 

Í 2. sæti er Brendan Steele 1 höggi á eftir en hann lék á 66 höggum og 3 kylfingar deila 3. sætinu enn öðru höggi á eftir, léku allir á 67 höggum en það eru: Pádraig Harrington, Martin Flores og Patrick Reed.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Honda Classic með því að  SMELLA HÉR: