Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2011 | 13:25

PGA: Overton og Jacobson leiða eftir 2. dag í Malasíu

Það eru Bandaríkjamaðurinn Jeff Overton og Svíinn Fredrick Jacobson sem leiða þegar CIMB Asia Pacific Classic er hálfnað. Báðir hafa spilað á -13 undir pari; Overton (67 62) og Jacobson (65 64). Hringur Jeff Overton var sérlega glæsilegur en hann spilaði skollafrítt og fékk 7 fugla og 1 örn.

í 2. sæti er Bandaríkjamaðurinn Bo van Pelt, höggi á eftir á -12 undir pari (66 64).

T-4 eru fjórir kylfingar: Jhonattan Vegas frá Venezuela og Bandaríkjamennirnir, Mark Wilson, Stewart Cink og Jimmy Walker, 4 höggum á eftir Overton og Jacobson. Í 8. sæti er Bandaríkjamaðurinn Cameron Tringale.

Robert Allenby, sem leiddi í gær, spilaði á 72, en hann er þá samtals búinn að spila á 135 höggum (63 72) og féll við það niður í 9. sætið sem hann deilir með 3 öðrum,

Til þess að sjá stöðuna á CIMB Asia Pacific Classic smellið HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags  á CIMB Asia Pacific Classic smellið HÉR: