Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2012 | 14:15

PGA: Jason Dufner leiðir þegar HP Byron Nelson mótið er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags

Það er Flórídabúinn Jason Dufner sem leiðir þegar HP Byron Nelson Championship er hálfnað á TPC Four Seasons golfvellinum í Irving, Texas. Dufner er samtals búinn að spila á -7 undir pari, samtals 133 höggum (67 66).

Öðru sætinu deila 6 kylfingar þ.á.m. Matt Kuchar, sigurvegari The Players, en allir eru þessir 6 kylfingar (auk Kuch, Pat Perez, Dicky Pride, Ryan Palmer, Chad Campbell og Ástralinn Marc Leishman) búnir að spila á -6 undir pari og eru því aðeins 1 höggi á eftir Dufner, algerlega á hælunum á honum.

Þrír kylfingar deila 8. sætinu: Bandaríkjamennirnir Keegan Bradley og Charley Hoffman og Japaninn Ryuji Imada, allir á -5 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag HP Byron Nelson að öðru leyti smellið HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á HP Byron Nelson smellið HÉR:

Til þess að sjá högg 2. dags sem Phil Mickelson átti smellið HÉR: