Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2012 | 04:00

PGA: Jason Dufner leiðir þegar Zürich Open er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags

Það er Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner, sem leiðir eftir 2. hring á Zürich Open í Louisiana. Dufner er á samtals -12 undir pari, búinn að spila á samtals 132 höggum (67 65).

Í 2. sæti eru 3 kylfingar, Skotinn Russel Knox, Bandaríkjamaðurinn Ken Duke, sem leiddi eftir gærdaginn og landi hans John Rollins, allir á samtals -11 undir pari, eða 1 höggi á eftir Dufner.

Fimmta sætinu deila aðrir 3 kylfingar, Ernie Els, Steve Stricker og Greg Chalmers, frá Ástralíu, allir 2 höggum á eftir Dufner, á -10 undir pari samtals, hver.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Zürich Open smellið HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Zürich Open smellið HÉR: 

Til þess að sjá högg 2. dags sem Brian Harman átti á Zürich Open smellið HÉR: