Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2015 | 10:00

PGA: Jason Day sigraði og er nr. 1 á heimslistanum yngstur Ástrala

Jason Day virðist óstöðvandi þessa dagana.

Hann vann yfirburðarsigur á BMW Championship; lék á samtals 22 undir pari, 262 höggum (61 63 69 69).

Næsti maður á eftir Day var Daníel Berger og átti Day 6 högg á hann þ.e. Berger lék á samtals 16 undir pari.

Með þessum sigri er Jason Day orðinn nr. 1 á heimslistanum, yngstur Ástrala sem þar hafa setið (Greg Norman og Adam Scott) aðeins 27 ára.

Til þess að sjá lokastöðuna á BMW Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á BMW Championship SMELLIÐ HÉR: