Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2015 | 18:10

PGA: Jason Day í forystu e. 1. dag – á glæsilegu 61 höggi!!!

Það er ástralski kylfingurinn Jason Day sem er í forystu á BMW Championship eftir 1. dag.

Hann átti stórglæsilegan leik – lék golfvöll Conway Farms í Lake Forest á 10 undir pari, 71 höggi!!!

Á hringnum fékk Day  1 örn, 9 fugla og 1 skolla.

6 kylfingar deildu 2. sæti 4 höggum á eftir Day, en þeir leiku allir á 6 undir pari, 65 höggum.

Þetta voru þeir: Jordan Spieth, Bubba Watson, Daníel Berger, Kevin Na, Harris English og Justin Thomas.

Annar hringurinn er þegar hafinn og má fylgjast með honum á skortöflu með því að SMELLA HÉR: