Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2016 | 18:00

PGA Íslandi: Heiðar Davíð sigraði á Samsung – var á 69 höggum!!!

Í dag, 17. júní 2016, fór fram mót á Samsung mótaröðinni á vegum PGA á Íslandi.

Þeir sem taka þátt eru allir PGA golfkennarar á Íslandi.

Alls voru 10 golfkennarar sem kepptu innbyrðis sín á milli.

Sigurvegari var Heiðar Davíð Bragason, Golfklúbbnum Hamri á Dalvík en hann lék Hólmsvöll í Leiru, þar sem mótið fór fram á glæsilegum 3 undir pari, 69 höggum!!!

Á hringnum fékk Heiðar Davíð 4 fugla, 13 pör og 1 skolla (en hann kom í Bergvíkinni!)

Sjá má úrslitin í mótinu hér að neðan:

1 Heiðar Davíð Bragason GHD -3 F 33 36  69  -3
2 Hlynur Geir Hjartarson GOS -3 F 39 35  74 2
3 Björgvin Sigurbergsson GK -3 F 38 36  74 2
4 Rögnvaldur Magnússon GO 1 F 39 36  75 3
5 Sigurþór Jónsson GK -3 F 40 36  76 4
6 Magnús Birgisson GO 4 F 42 35  77 5
7 Nökkvi Gunnarsson NK -2 F 39 38  77 5
8 Árni Páll Hansson GR 2 F 38 39 77 5
9 Björn Kristinn Björnsson GK 3 F 41 38  79 7
10 Hlöðver Sigurgeir Guðnason GKG 4 F 51 42 93 21