Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2015 | 08:00

PGA: Ishikawa efstur í hálfleik

Það er japanski kylfingurinn Ryo Ishikawa sem er efstur í hálfleik á Quicken Loans National.

Ishikawa er samtals búinn að spila á 11 undir pari, 131 höggi (63 68).

Í 2. sæti eru Rickie Fowler og Kevin Chappell, aðeins 1 höggi á eftir.

David Lingmerth er einn í 4. sæti á samtals 9 undir pari og síðan deila 9 kylfingar 5. sætinu þ.á.m. Tiger Woods, en þeir kylfingar hafa allir leikið á samtals 8 undir pari, hver.

Tiger

Tiger

Tiger lék á frábærum 5 undir pari, 66 höggum í gær.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Quicken Loans National SMELLIÐ HÉR: